Ég bjó til pizzumöffins og setti í hana pepperoni, ost, egg, krydd og sósu. Þetta var rosalega gott á bragðið og mjög fljótlegt. Úr þessari uppskrift fékk ég 5 stk. af múffum.
Það sem vantar:
- 3 egg, hrærð saman með gaffli
- 3 dl rifinn ostur. Ég var bara með heimilisost með 26% fitu
- Niðurskorið pepperoni. Ég var með svona 4 stk. Þið getið sett meira eða jafnvel eitthvað annað eins og skinku, sveppi og fleira
- Sykurlaus pizzusósa
- 1 tsk Oregano
- 1 tsk hvítlaukskrydd
- Salt og pipar
Hrærið eggin með gaffli og bætið öllu nema pizzasósunni útí. Smyrjið muffins form eða setjið 1 sneið af pepperoni í botninn til að þetta festist ekki við. Hellið deiginu í hálft formið, setjið þá smá pizzasósu ofaná deigið og setjið svo deig yfir sósuna.
Bakist við 180° í ca 15 mín eða þar til þetta er orðið fallega gyllt.
Hér er formið orðið hálft og þá fer pizzasósan yfir, síðan fer meira deig ofaná |
Þær falla smá þegar þær eru teknar út |
Verði ykkur að góðu! :)
Gríðarlega girnilegt!
ReplyDelete