Thursday, August 22, 2013

Mjög auðvelt Super nachos!

Við Svenni ákváðum að vera með burrido í matinn í kvöld og ég ætlaði upphaflega að prufa lágkolvetna tortillur fyrir mig þar sem Svenni borðar bara þessar keyptu. Síðan var ég í tímaþröng og svona frekar löt svo ég ákvað að búa mér til super nachos í staðinn. 
Ég bjó því til flögur úr osti og kryddi og setti síðan allt meðlætið ofaná.


Þetta er mjög einfalt og í rauninni engin uppskrift nema bara:

Stráður rifnum osti á ofnplötu og kryddaðu með salti, hvítlaukskryddi, cumin og chilli. (Mátt auðvitað krydda eins og þú vilt og jafnvel strá smá parmesan yfir). 
Settu þetta inn í 180° heitan ofn þar til osturinn er orðinn gylltur. Gott að stilla á grillið á ofninum ef það er í boði síðustu mínúturnar.

Taktu þetta úr úr ofninum og skerðu strax. Leyfðu þessu að kólna og verða krispí. Ef þið eruð óþolinmóð er hægt að henda þessu inn í ísskáp í nokkrar mínútur. 

Setjið síðan ykkar uppáhald ofaná flögurnar ásamt sósu og osti. Ég var með nautahakk, ost, gúrku, salsa sósu og sýrðan rjóma. Það er einnig rosalega gott að vera með ferskan kóríander og guacamole. 







Mig langar að deila með ykkur ostaskál sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum í leiðinni þar sem hún er búin til úr sama hráefni nema látin harða öðruvísi. 




Eini munurinn á þessari skál er sá að þegar þið stráið rifnum osti á bökunarpappírinn búið þá til hringi úr því. Þegar osturinn er orðinn ljósbrúnn er hann tekinn út, látinn standa í 5 mínútur og svo tekinn af pappírnum og settur ofaná glas og látinn harðna svoleiðis. 

Í þessari skál var ég með nautahakk sem var með chilli sósu, sýrðan rjóma, guacamole og svo ferskan kóríander. Þetta var alveg hrikalega gott! 

No comments:

Post a Comment