Hér kemur uppskriftin:
Það sem þarf:
- 1 dl sesam fræ
- 1/2 dl graskersfræ
- 1/2 dl fræblanda sem var með sólkjarnafræjum, graskersfræjum og furuhnetum
- 1 dl rifinn ostur
- 1/2 dl rifinn mexíkó ostur
- 1 egg
- 1-2 msk kókosolía (fljótandi)
- 1 tsk salt (eða meira ef þið viljið það vel salt)
- 1/2 tsk hvítlaukskrydd
Öllu nema hvítlaukskryddinu blandað saman í skál og sett á smurðan bökunarpappír. Annar smurður pappír settur ofaná og flatt vel út með kökukefli.
Mér finnst rosalega gott að smyrja pappírinn með kókosolíu.
Þegar þetta er orðið útflatt er smá hvítlaukskryddi stráð yfir.
Gott er að ýta aðeins meðfram köntunum með skeið svo endarnir séu ekki of þunnir og þar af leiðandi brenni.
Hrökkbrauðið fyrir bökun |
Bakað við 150° í 20 mín. Þá er þetta tekið út og skorið í hæfilega bita, snúið við á plötunni og bakað áfram við 100° í 20 mínútur í viðbót.
Geggjað flott :)
ReplyDeleteMjög girnó!!
ReplyDelete