Wednesday, September 18, 2013

Bounty kaka

Hér kemur uppskrift af Bounty köku sem ég gerði um daginn. Hún er svakalega einföld og fljótleg og ekki skemmir fyrir hversu bragðgóð hún er :)




3 msk kókosolía
1 dl Sukrin eða annað sætuefni (megið setja minna eða meira, getið smakkað til)
1 dl rjómi + 1 dl í kremið
1 dl kókosmjólk
200 gr. Kókosmjöl
100 gr. Brætt dökkt súkkulaði (ég var með 85%)
1 tsk vanilludropar

Hitið olíuna, kókosmjólkina, rjómann, kókosmjölið og vanilludropana í potti í smá stund.

Hellið í form og setjið í frysti meðan þið útbúið súkkulaðifyllinguna.

Bræðið súkkulaðiði og þegar það er bráðið hellið ca 1 dl af rjóma útí ásamt smá sætu ef súkkulaðið er rammt. Ef þetta er of þykkt bætið smá rjóma við.

Takið kókosblönduna úr frysti og hellið súkkulaðinu yfir. Setjið í kæli þar til súkkulaðið er orðið þykkt.


Það er einnig hægt að búa til Bounty kúlur eða stykki úr sama innihaldsefni nema þá setjið þið kókosblönduna í skál, kælið í klukkustund og mótið svo kúlur og dýfið í bráðið súkkulaði. 




No comments:

Post a Comment