Þessi uppskrift er ekki stór en mjög mettandi. Ég var með
svona miðlungs stórt eldfast mót fyrir hana og hún er fyrir svona 4-5 manns.
Botn:
4 stórar msk af smjöri og 1 msk af kókosolíu brætt í potti
1 dl af möndlumjöli og 1 dl af kókos bætt útá
1 msk af sukrin gold bætt við í pottinn
1 msk af torani english toffee síróp sett útí ásamt ½-1 tsk
af kanil
Grófskornar pecan hnetur settar útí, ca 1 lúka en má vera
meira
Smurt í eldfast mót og bakað við 180 gr. Í 5-10 mín, passa
að brenna ekki.
Kælið botninn áður en skyrblandan fer ofaná.
Skyr fyllingin:
4 stórar msk af skyri hrærðar saman með 1 msk af karamellu
sírópi frá Walden Farms og 1 msk af English toffee sírópi frá Torani
Ca 250 ml af þeyttum rjóma hrært varlega saman við.
Skyrblandan fer ofaná kældan botninn og aftur inn í ísskáp.
Karamellu toppur:
1 msk af smjöri, 1-2 msk af sukrin gold og 1 msk af rjóma
hitað í potti og látið malla í smá stund.
Látið kólna léttilega og hellið yfir skyrblönduna.
Gott er að dreifa úr karamellu sósunni með sleif svo hún
blandist eilítið saman við skyrið.
ómæ, ómæ þessi er svoo góð, gæti reyndar sko alveg borðað skyrrjómablönduna með karamellunni bara eintóma sem búðing!
ReplyDeleteég á afmæli á morgun og var að græja einhverja óhollustu til að gefa konunum í vinnunni og var svo að hugsa um að gera köku líka til að eiga hérna heima og var komin með uppskrift af einhverri sykurleðju (er á lkl en ætlaði að leyfa mér hana...) sem ég vissi að mig myndi ekki einu sinni langa í en örugglega borða og líða ömurlega af henni... datt ég þá ekki niður á þessa snilld!
Gat auðvitað ekki setið á mér og er búin að smakka og mhmm nammi hún er fáránlega góð! :p
Hvort notarðu kókosmjöl eða kokoshveiti ?
ReplyDeleteHvort notarðu kókosmjöl eða kokoshveiti ?
ReplyDeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDelete