Sunday, August 18, 2013

Karamellu möndlur

Mig vantaði eitthvað gott snarl til að narta í svo ég ákvað að prufa að gera einhvers konar karamellaðar möndlur. Það er mjög einfalt að undirbúa þessar og tekur enga stund. Möndlurnar eru alveg ótrúlega góðar á bragðið og minna mann helst á jólin. Ilmurinn sem kemur á meðan þær grillast í ofninum er mjög góður og jólalegur :) 




Það sem þarf:


- 200 gr. af möndlum
- 1 eggjahvíta- 5 msk af sukrin gold
- 1/4 tsk salt
-1/2 tsk kanill

Þessu er öllu hrært saman í skál og sett á bökunarplötu. Ég var með álpappír undir og það er líka hægt að nota bökunarpappír. Það þarf að dreifa vel úr þessu á plötunni.


Bakað við 120° í ca klukkustund. Gott er að hræra í blöndunni á ca 15 mín. fresti svo þær brenni ekki við.
Ef þið bakið þetta á álpappír mæli ég með að taka þær strax af honum og færa yfir á disk svo þær festist ekki við, eins og gerðist næstum hjá mér ;) 





No comments:

Post a Comment