Það sem þarf:
- Kjúklingabringur eða lundir. (Passið að hafa þær sykurlausar)
- Beikon. (Sykurlaust. Mjög algengt að það sé sykur í beikoni, ekki gleyma að lesa á pakkann)
- Piparostur.
- Rjómi, einn peli ca.
- Kjúklingakraftur, 1 stk.
- Krydd á kjúklinginn eftir smekk. Ég notaði hvítlaukskrydd, chilli krydd og pipar.
- Parmesan duft eða rifinn ost, 1 msk sirka.
- Hvítkál.
- Hvítlauk, 2 geira sirka.
- Smjör, 2 msk sirka.
Ég byrjaði á því að skera kjúklinginn í bita og krydda. Það er ekki nauðsynlegt að skera bringurnar en mér finnst það skemmtilegra. Þar næst setti ég beikon utanum kjúklinginn og lagði á grind og inní ofn á 180°.
Ég var með eldfast mót undir grindinni til að taka fituna sem lekur af þessu. Þetta er bakað þar til kjúklingurinn er orðinn gegnumsteiktur og beikonið girnilegt.
Á meðan lét ég piparost bráðna í einum pela af rjóma ásamt kjúklingakrafti. Þetta var svo smakkað til. Ef þetta er of þykkt er hægt að þynna með vatni eða mjólk.
Hvítkálið skar ég í ræmur. Athugið að það minnkar ágætlega mikið þegar það er steikt svo það er gott að skera meira heldur en minna. 2-3 kúftar lúkur af hvítkáli á mann er fínt.
Smjörið er brætt á pönnunni og hvítkálinu hent útá ásamt pressuðum hvítlauknum. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur en hrærið í á meðan. Þegar þetta er farið að brúnast aðeins er rjóma helt úta (sirka 1 dl kannski en þið ráðið hversu blautt þið viljið hafa þetta). Því næst stráið þið 1 msk af parmesan duftinu yfir og leyfið að malla þar til hvítkálið er orðið mjúkt.
Ótrúlega gott og enginn gengur svangur frá matarborðinu! :)
Mér finnst best að setja hvítkálið neðst í skálina, kjúklinginn þar ofaná og svo hella vel af piparostasósunni yfir allt saman |
Ótrúlega girlilegt, þetta ætla ég að gera :)
ReplyDeleteTakk fyrir
Þessi réttur er guðdómlegur. Eldaði hann í kvöld og namm namm...takk fyrir að deila honum :)
ReplyDeleteGaman að heyra Guðrún! :)
ReplyDeleteA very excellent blog post. I am thankful for your blog post. I have found a lot of approaches after visiting your post. best pizza in tempe az
ReplyDelete