Þetta hnetusmjörs nammi er guðdómlega gott og ekki skemmir fyrir hversu einfalt það er!
Takið hreint hnetusmjör og setjið í doppur á bökunarpappír og inn í frysti. Má setja í box með loki en ég setti bara bökunarpappír undir og yfir.
Fryst í amk klukkutíma, ég frysti í 2 daga en það var bara útaf því ég gleymdi þessu.
Bræddu Balance mjólkursúkkulaði og þegar það er bráðið hrærir þú 1 tsk af kókosolíu útí.
Hjúpaðu hnetusmjörs doppurnar með súkkulaðinu og settu aftur í frysti í amk 30 mín.
Geymis í frysti eða kæli :)
nammmmmmmmm örugglega gott líka með dökku súkkulaði, takk fyrir að deila þessu.
ReplyDelete