Wednesday, September 4, 2013

Kjúklinganúðlur

Ég keypti Slim Núðlur í Nettó og ákvað að prufa þær. Þær eru ekki eins og venjulegar núðlur á bragðið og áferðin er svolítið öðruvísi, enda ekki úr fullt af hveiti og óhollustu :)



Uppskriftin er fyrir svona 4 en núðlupakkinn er fyrir 1-2. Ég var með venjulegar núðlur fyrir gikkina og henti þeim saman með kjúkling áður en ég skellti Slim núðlunum á pönnuna.

- 4 kjúklingabringur skornar í strimla eða bita
- púrrulaukur
- ca 1/2 - 1 papríka
- jafn mikið af rifnum kúrbít
- 1 dl Tamari sósa
- 1 pk Slim núðlur (einn og hálfur til 2 ef öll uppskriftin er notuð fyrir einungis Slim núðlurnar)
- 3 egg (valfrjálst)
- 2 hvítlauksrif
- 1 tsk chilli duft
- 1 tsk herbamare 
- 1 tsk engifer (ferskt rifið eða duft)
- 1/2 tsk chilli flögur (valfrjálst)
- Salt og pipar eftir smekk ( Tamari sósan er sölt svo ekki setja salt fyrr en búið er að smakka til)
- Kókosolía til steikingar





- Byrjið á því að setja Slim núðlurnar í sigti og láta vatn renna á þær. Ég lét vatnið renna á meðan ég steikti grænmetið og kjúklinginn.

- Skerið púrrulaukinn, paprikuna og rífið kúrbítinn. Steikið uppúr kókoslíu og kryddið með herbamare, chilli dufti og engifer. Bætið hvítlauknum við og leyfið þessu að mýkjast. - Takið svo til hliðar.

- Skerið kjúklinginn í strimla og steikið. Kryddið með chilli flögum og pipar. 

- Þegar kjúklingurinn er steiktur bætið grænmetinu útá ásamt 1 dl af Tamari sósu og leyfið að malla.
Smakkið til að athugið hvort það þurfi meira krydd eða salt.

- Kreistið núðlurnar vel og setjið á pönnuna ásamt eggjunum og leyfið að malla í smá stund.




Berið fram og njótið! :) 

No comments:

Post a Comment