Wednesday, August 7, 2013

Súkkulaði og karamellunammi með Pecan hnetum

Mig langaði í eitthvað sætt í dag svo ég ákvað að prufa einhvers konar nammi með karamellu og súkkulaðibragði. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með þetta en það má ekki borða mjög mikið af þessu í einu. Bara spari! :) 

Súkkulaði og karamellu nammi með Pecan hnetum:

Súkkulaðiblanda:
50 gr. af 85% súkkulaði
1 msk vatn
1-2 msk kakó
1 msk Sukrin Gold

Karamellu og Pecan blanda:
2 msk smjör
1 msk rjómi
2 msk Sukrin Gold
50 gr. Pecan hnetur, grófmalaðar
Salt

Súkkulaði og vatn brætt saman. Þegar það er bráðið bætið við kakói og sukrin Gold og hrærið blöndunni vel saman. 
Klæðið lítið form með bökunarpappír. Gott er að smyrja pappírinn smá með kókosolíu og jafnvel strá kókosmjöli yfir olíuna ef maður er í stuði. Blöndunni er hellt ofan í formið og sett í frysti. 

Á meðan súkkulaðiblandan er að stífna er karamellan gerð.

Bræddu smjörið í potti ásamt Sukrin Gold og rjómanum og leyfðu að malla við miðlungs hita í ca 10 mín. Hrærðu af og til í en ekkert of mikið. Þegar þetta er farið að þykkna bætið pecan hnetunum saman við og hrærið. Stráið smá salti yfir. Slökkvið undir hellunni. Gott er að smakka karamelluna til og jafnvel bragðbæta með því sem vantar, Sukrin Gold eða rjóma ef ykkur finnst hún mega vera sætari.


Takið formið með súkkulaðiblöndunni út og hellið karamellublöndunni yfir. Setjið aftur í frysti í a.m.k. klukkutíma. Takið nammið af bökunarpappírnum og skerið í litla bita. Geymist í kæli eða frysti. 



Ótrúlega gott nammi! :) 

                                      Njótið vel! :)

No comments:

Post a Comment