Sunday, August 11, 2013

Grilluð samloka

Það sem ég hef stundum saknað á þessu mataræði er grilluð samloka með fullt af osti. Ég elska ost :) 

Ég ákvað að prufa að skella í einvers konar brauð þar sem ég byrjaði á að skella deiginu í samlokugrillið og svo í örbylgjuna aðeins, setti álegg og aftur á grillið. Útkoman var mjög góð. Samlokan var alveg krispí og bragðgóð. Þetta tók enga stund, en uppskriftin er kannski ekki fullkomlega nákvæm heldur verður maður aðeins að prufa sig áfram. Deigið á að vera svona svipað og þykkur hafragrautur og það þarf alveg að smyrja því á grillið til að byrja með :) 




Það sem þarf: 

- 2 Msk. Möndlumjöl.
- 1 Msk. Ground Flax (hörfræmjöl).
- 1 egg.
- Ca 1 dl. Rifinn ostur
- 2 Msk. Sesam fræ.
- 2-3 Msk. rjómi.
- 1-2 Tsk. Sukrin Gold. (Valfrjálst)
- Salt eftir smekk.
- Vatn til að þynna ef þetta er of þykkt.


Þið byrjið á því að blanda þessu öllu saman og smyrja á heitt grillið (2 sneiðar). Það gæti þurft að hafa svolítið fyrir þessu en ekkert mikið mál. 

Þegar brauðið er orðið þannig að þú getir lyft allri sneiðinni upp án þess að það detti allt í sundur tekur þú það af, setur á disk og inn í örbylgju í 2-3 mín. 
Á þessu stigi er brauðið ekkert sérstaklega girnilegt. Ég var alveg viss um að hafa klúðrað þessu þarna til dæmis! :) En þegar það er tekið úr örbylgjunni er álegg sett á. 
Ég var með fullt af osti og pepperoni frá Goða (sykurlaust). 
Samlokunni er svo lokað og skellt aftur í grillið þar til það er orðið gyllt og krispí :) 
Mjög gott að hafa einhverja sósu með til að dýfa í eða jafnvel setja pizzasósu á brauðið með álegginu. 


Verði ykkur að góðu! :) 

1 comment: