Wednesday, August 7, 2013

Hvítlauksbrauðið góða

Þetta hvítlauksbrauð bjó ég til þegar mér fannst ég vanta eitthvað meðlæti þegar mig langaði ekkert sérstaklega í salat! Mér finnst þetta mjög gott og get hugsað mér að brauðið sé rosalega gott með t.d. lkl vænu lasagne eða einhverjum djúsí rétti. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa þetta og er mjög einfalt. 

Það sem vantar:

- 200 gr. af rifnum osti. Ég var með Mozzarella sem var tilbúinn rifinn. Einn poki er akkúrat 200 grömm svo það er ansi hentugt.
- 2 egg
- Hvítlaukskrydd eftir smekk. Ég setti slatta.
- Oregano eftir smekk.
- Herbamare krydd eftir smekk.
- 1 dl af parmesan dufti (Valfrjálst. Mér finnst rosa gott að dreifa smá yfir deigið áður en það fer í ofninn).

Ofninn er hitaður í 180°. 

Öllu nema Parmesan ostinum er blandað saman í skál og hrært vel. Þessu er svo smurt á bökunarpappír. Passið að hafa ekki of þykkt og ekki of þunnt, fínt að þetta sé bara svipað og pizzadeig. Mér finnst gott að ýta svo til baka með skeið á endana svo þeir séu ekki þynnstir því þá eiga þeir til að brenna. Þetta er svo bakað þar til brauðið er orðið fallega gyllt, eða ca 15 mín. 

Mjög einfalt, fljótlegt og bragðgott! :) 


Ég hef bæði skorið hvítlauksbrauðið í strimla og svo eins og pizzasneiðar



Það er hægt að leika sér svolítið með þessa uppskrift og breyta til dæmis hvítlaukskryddinu yfir í eitthvað annað eins og chilli, rósmarín eða eitthvað girnilegt :) 

Verði ykkur að góðu! :) 

2 comments:

  1. Mjög gott hvítlauksbrauð ! ég notaði poka af gratínosti því ég átti hann til og það var mjöt gott

    ReplyDelete
  2. Já kannski maður prufi það næst. Er jafnvel að spá í að rífa smá piparost yfir :)

    ReplyDelete