Saturday, August 24, 2013

Pizzumöffins

Fyrir þá sem eru hrifnir af eggjum og osti er þetta klárlega málið ef ykkur vantar tilbreytingu í þessa týpísku ommilettu. 
Ég bjó til pizzumöffins og setti í hana pepperoni, ost, egg, krydd og sósu. Þetta var rosalega gott á bragðið og mjög fljótlegt. Úr þessari uppskrift fékk ég 5 stk. af múffum.



Það sem vantar:

- 3 egg, hrærð saman með gaffli
- 3 dl rifinn ostur. Ég var bara með heimilisost með 26% fitu
- Niðurskorið pepperoni. Ég var með svona 4 stk. Þið getið sett meira eða jafnvel eitthvað annað eins og skinku, sveppi og fleira
- Sykurlaus pizzusósa
- 1 tsk Oregano
- 1 tsk hvítlaukskrydd
- Salt og pipar

Hrærið eggin með gaffli og bætið öllu nema pizzasósunni útí. Smyrjið muffins form eða setjið 1 sneið af pepperoni í botninn til að þetta festist ekki við. Hellið deiginu í hálft formið, setjið þá smá pizzasósu ofaná deigið og setjið svo deig yfir sósuna. 

Bakist við 180° í ca 15 mín eða þar til þetta er orðið fallega gyllt.

Hér er formið orðið hálft og þá fer pizzasósan yfir, síðan fer meira deig ofaná

Þær falla smá þegar þær eru teknar út




Verði ykkur að góðu! :) 





1 comment: