Sunday, September 15, 2013

Öðruvísi blómkálssúpa

Ég bjó til blómkálssúpu um daginn sem er ekki þessi týpíska hvíta súpa heldur breytti ég henni í einhvers konar bragðmikla súpu með indverskum keim. Það er kanill og karrý í henni sem gerir hana einstaklega bragðgóða. Ég bar hana fram með LKL brauði úr Okkar bakarí.





- 250 gr. af frosnu blómkáli (eða fersku)
- Paprika skorin í strimla
- 2 hvítlauksgeirar
- 500-600 ml af vatni
- ein dós af kókosmjólk
- 2 súputeningar
- 1 msk af smjöri og 1 af kókosolíu
- rjómi eftir smekk
- 2 msk af rjómaosti
- 1 dl af rifnum osti (valfrjálst, ég átti bara smá afgang og vildi þykkja hana aðeins meira)
- 1 tsk af Karrý
- 1/2 tsk af kanil
- 1 tsk chilli krydd
- 1 tsk kóríander krydd
- 1 tsk cumin krydd
- 1 tsk herbamare
- 1 tsk hvítlaukskrydd
- salt og pipar

Byrjum á því að steikja blómkálið, paprikuna og hvítlaukinn uppúr 1 tsk af smjöri og 1 af kókosolíu. Þegar þetta er orðið mjúkt bætið við vatni, súputening og kókosmjólkinni.

Leyfið þessu að malla í ca 10 mínútúr og bætið þá við rjómaostinum og kryddinu. Þið getið stjórnað hversu bragðmikil súpan er með kryddinu og bætt við ef ykkur finnst vanta meira bragð. 

Þegar súpan er búin að sjóða í svona 15 mínútur bætið við rjóma eftir smekk (ég setti 1-2 dl) og berið fram. 

Til að gera hana fallegri er flott að setja smá þeyttan rjóma þegar súpan er komin í skálina :) 




Ef súpan er of þykk er um að gera að bæta við smá vatni eða jafnvel rjóma þegar hún er komin af hellunni. 

Næst mun ég deila með ykkur uppskrift af Bounty köku sem ég gerði um daginn. Hún var svakalega góð :) 


 

2 comments:

  1. Rosalega girnileg súpa, og hlakka til að fá uppskriftina af bounty kökunni :)

    ReplyDelete
  2. mmmmmm........ girnileg súpa. Mun sannarlega prófa hana. Takk fyrir þetta. Hlakka til að fá svo uppskriftina af kökunni :-)

    ReplyDelete