Thursday, September 5, 2013

Lúxus kaffidrykkur

Ég hef aldrei verið hrifin af kaffi nema þegar það er í kremi eða einhverju nammi. Ég prufaði að búa til einhvers konar ískaffi og er komin með æði fyrir því. Mjög þægilegt að útbúa kvöldið áður og geyma inní ísskáp og taka svo með í skólann :)





- Það eru engin sérstök hlutföll en ég helli uppá instant kaffi (er ekki orðin nógu sjóuð í kaffimálunum enn). Blanda því saman við karamellusósuna frá walden farms og svo english toffee sírópið.

- Helli í hrisstiglas og bæti við rjóma og pínu kanil. Ég set svolítið mikinn rjóma þar sem ég er enn að venjast kaffibragðinu en þeir sem eru vanir hafa þetta bara eins sterkt og þeir vilja. Getið byrjað á að setja  1 msk af hvoru sírópi og 1 dl af rjóma.

- Hrisstið þetta saman og kælið. Ef þið eruð fyrir fínerí eins og ég er voða gott að sprauta smá þeyttum rjóma yfir ;) 



2 comments: