Þessi uppskrift er ekki stór en mjög mettandi. Ég var með
svona miðlungs stórt eldfast mót fyrir hana og hún er fyrir svona 4-5 manns.
Botn:
4 stórar msk af smjöri og 1 msk af kókosolíu brætt í potti
1 dl af möndlumjöli og 1 dl af kókos bætt útá
1 msk af sukrin gold bætt við í pottinn
1 msk af torani english toffee síróp sett útí ásamt ½-1 tsk
af kanil
Grófskornar pecan hnetur settar útí, ca 1 lúka en má vera
meira
Smurt í eldfast mót og bakað við 180 gr. Í 5-10 mín, passa
að brenna ekki.
Kælið botninn áður en skyrblandan fer ofaná.
Skyr fyllingin:
4 stórar msk af skyri hrærðar saman með 1 msk af karamellu
sírópi frá Walden Farms og 1 msk af English toffee sírópi frá Torani
Ca 250 ml af þeyttum rjóma hrært varlega saman við.
Skyrblandan fer ofaná kældan botninn og aftur inn í ísskáp.
Karamellu toppur:
1 msk af smjöri, 1-2 msk af sukrin gold og 1 msk af rjóma
hitað í potti og látið malla í smá stund.
Látið kólna léttilega og hellið yfir skyrblönduna.
Gott er að dreifa úr karamellu sósunni með sleif svo hún
blandist eilítið saman við skyrið.