Monday, October 14, 2013

Súkkulaði prótein skonsur/pönnsur

Mjög einfaldar og fljótlegar súkkulaðiprótein skonsur/pönnsur. Ég notaði Nectar súkkulaði trufflu prótein og var bara með einn lítinn poka sem ég keypti til að prufa. 



Uppskriftin er svona:

1 lítill poki af súkkulaði og trufflu próteini (má velja annað bragð)
1 egg
1 msk af Torani sírópi með english toffee bragði (má sleppa eða setja aðra sætu)
1/2 tsk husk (má setja minna eða jafnvel sleppa ef það er verið að leitast eftir blautri pönnuköku en mér fannst þetta mjög gott að auðvelt að steikja þar sem þær héldust fullkomlega saman án þess að brotna)
Nokkur korn af hreinum kanil

Öllu hrært saman og steikt á pönnu með kókosolíu

Svakalega gott að borða með pönnukökusírópinu frá Walden Farms og þeyttum rjóma en það er líka hægt að borða þetta með hvaða áleggi sem er :) 



Friday, October 4, 2013

Hnetusmjörs nammi

Þetta hnetusmjörs nammi er guðdómlega gott og ekki skemmir fyrir hversu einfalt það er!  




Takið hreint hnetusmjör og setjið í doppur á bökunarpappír og inn í frysti. Má setja í box með loki en ég setti bara bökunarpappír undir og yfir.

Fryst í amk klukkutíma, ég frysti í 2 daga en það var bara útaf því ég gleymdi þessu.  

Bræddu Balance mjólkursúkkulaði og þegar það er bráðið hrærir þú 1 tsk af kókosolíu útí. 

Hjúpaðu hnetusmjörs doppurnar með súkkulaðinu og settu aftur í frysti í amk 30 mín.

Geymis í frysti eða kæli :)